Við leitum betri leiða til að þróa hugbúnað
með því að þróa hann og aðstoða aðra við það.
Með þessari vinnu höfum við lært að meta:
Einstaklinga og samskipti fram yfir ferla og tól
Nothæfan hugbúnað fram yfir ítarlega skjölun
Samvinnu við viðskiptavini fram yfir samningaviðræður
Að brugðist sé við breytingum fram yfir að fylgja áætlun
Það er, þó að atriðin til hægri hafi gildi,
þá metum við atriðin til vinstri meira.